Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 19:50 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/steingrímur Dúi Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum. Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum.
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira