Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:00 Karen Róbertsdóttir fjárfestir ruggar bátnum hjá Tesla. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira