Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 96-89 | Kári Jónsson kláraði Stjörnuna Andri Már Eggertsson skrifar 11. apríl 2023 22:25 Kristófer og Niels Gustav William Gutenius í uppkastinu Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna í hörkuleik 96-89. Stjarnan komst tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en þá tók Kári Jónsson málin í sínar hendur og gerði 17 stig á fimm mínútum og sá til þess að Valur er komið í 2-1 í einvíginu. Valur tók upp þráðinn frá síðasta stórsigri gegn Stjörnunni og byrjaði betur. Valur tók frumkvæðið með því að spila góða vörn og fá auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum sem var uppskrift sem virkaði vel í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson gerði 10 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjörnumenn voru klaufar í fyrsta leikhluta þar sem þeir töpuðu sex boltum og voru að taka erfið skot. Eftir fyrstu tíu mínúturnar var Valur sjö stigum yfir. Júlíus Orri Ágústsson gerði 14 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjarnan skein í öðrum leikhluta þar sem gestirnir spiluðu afar vel í sjö mínútur. Niels Gustav William Gutenius var allt í öllu hjá Stjörnunni og heimamenn voru í miklum vandræðum með hann í kringum körfuna. Gutenius gerði tíu stig á tæplega þremur mínútum. Stjarnan endaði á að gera 33 stig í öðrum leikhluta. Valur beit frá sér undir lok fyrri hálfleiks og voru þremur stigum yfir í hálfleik. 51-48. Dagur Kár Jónsson og Kári Jónsson í baráttunniVísir/Hulda Margrét Það gerðist lítið sem ekkert hjá báðum liðum fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta en síðan fór að færast fjör í leikinn. Gestirnir spiluðu afar vel og gerðu síðustu átta stigin í þriðja leikhluta og voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu. Armani Moore í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox kom ekkert við sögu hjá Val í seinni hálfleik sem var mikil blóðtaka fyrir meistarana. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Allt stemmdi í að Stjarnan væri að fara endurtaka leikinn frá því í fyrsta leik í einvíginu. Stjarnan var tíu stigum yfir 72-82 þegar fimm mínútur voru eftir. Kristófer Acox meiddist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kári Jónsson neitaði að tapa og tók leikinn í sínar hendur. Það héldu Kára engin bönd og Valur kveikti í tíu stiga forskoti Stjörnunnar. Kári Jónsson gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum og Valur vann að lokum sjö stiga sigur 96-89. Valsmenn eru einum sigri frá því að komast í undanúrslitinVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Síðustu fimm mínúturnar réðu úrslitum. Tíu stigum undir keyrði Valur upp hraðann í hæstu hæðir og Stjarnan átti engin svör við því. Kári Jónsson fór fyrir sínu liði þar sem hann skaut Stjörnuna í kaf og kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson gerði lítið sem ekkert fyrstu þrjá leikhlutana en fór á kostum síðustu fimm mínúturnar í fjórða leikhluta og kláraði leikinn. Kristófer Acox meiddist í fyrri hálfleik og Kári þurfti nauðsynlega að stíga upp. Kári gerði 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Niels Gustav William Gutenius var frábær hjá Stjörnunni í kvöld. Gutenius gerði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan kastaði þessum leik frá sér. Gestirnir voru tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en töpuðu síðustu fimm mínútunum 26-7. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Umhyggju-höllinni næsta föstudag klukkan 20:15. Arnar: Reyndum að gera Kára erfitt fyrir en það gekk ekki betur en þetta Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap í Origo-höllinni. „Valur endaði á svakalegu áhlaupi. Okkur tókst ekki að skora og Kári komst auðveldlega á vítalínuna og kláraði vel á vinstri höndinni. Við misstum einfaldlega tökin á Kára sem voru góð fram að þessum síðustu fimm mínútum,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Arnar hrósaði Kára Jónssyni fyrir sína frammistöðu. „Kári er góður leikmaður og við reyndum að gera honum eins erfitt fyrir og hægt var en það gekk ekki betur en þetta.“ Arnar var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik þar sem Stjarnan gerði 33 stig í öðrum leikhluta. „Flæðið hjá þeim breyttist eftir að Kristófer Acox meiddist sem hjálpaði okkur en það fór í vaskinn síðustu fimm mínúturnar.“ Arnar vildi ekki meina að Stjarnan hafi lent í vandræðum með hraðann í leiknum heldur hitti Kári Jónsson einfaldlega úr öllu. „Við duttum ekkert á þeirra plan heldur var þetta bara þannig að við skoruðum ekki en Kári skoraði og það var munurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Valur Stjarnan
Valur vann Stjörnuna í hörkuleik 96-89. Stjarnan komst tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en þá tók Kári Jónsson málin í sínar hendur og gerði 17 stig á fimm mínútum og sá til þess að Valur er komið í 2-1 í einvíginu. Valur tók upp þráðinn frá síðasta stórsigri gegn Stjörnunni og byrjaði betur. Valur tók frumkvæðið með því að spila góða vörn og fá auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum sem var uppskrift sem virkaði vel í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson gerði 10 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjörnumenn voru klaufar í fyrsta leikhluta þar sem þeir töpuðu sex boltum og voru að taka erfið skot. Eftir fyrstu tíu mínúturnar var Valur sjö stigum yfir. Júlíus Orri Ágústsson gerði 14 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjarnan skein í öðrum leikhluta þar sem gestirnir spiluðu afar vel í sjö mínútur. Niels Gustav William Gutenius var allt í öllu hjá Stjörnunni og heimamenn voru í miklum vandræðum með hann í kringum körfuna. Gutenius gerði tíu stig á tæplega þremur mínútum. Stjarnan endaði á að gera 33 stig í öðrum leikhluta. Valur beit frá sér undir lok fyrri hálfleiks og voru þremur stigum yfir í hálfleik. 51-48. Dagur Kár Jónsson og Kári Jónsson í baráttunniVísir/Hulda Margrét Það gerðist lítið sem ekkert hjá báðum liðum fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta en síðan fór að færast fjör í leikinn. Gestirnir spiluðu afar vel og gerðu síðustu átta stigin í þriðja leikhluta og voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu. Armani Moore í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox kom ekkert við sögu hjá Val í seinni hálfleik sem var mikil blóðtaka fyrir meistarana. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Allt stemmdi í að Stjarnan væri að fara endurtaka leikinn frá því í fyrsta leik í einvíginu. Stjarnan var tíu stigum yfir 72-82 þegar fimm mínútur voru eftir. Kristófer Acox meiddist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kári Jónsson neitaði að tapa og tók leikinn í sínar hendur. Það héldu Kára engin bönd og Valur kveikti í tíu stiga forskoti Stjörnunnar. Kári Jónsson gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum og Valur vann að lokum sjö stiga sigur 96-89. Valsmenn eru einum sigri frá því að komast í undanúrslitinVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Síðustu fimm mínúturnar réðu úrslitum. Tíu stigum undir keyrði Valur upp hraðann í hæstu hæðir og Stjarnan átti engin svör við því. Kári Jónsson fór fyrir sínu liði þar sem hann skaut Stjörnuna í kaf og kláraði leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson gerði lítið sem ekkert fyrstu þrjá leikhlutana en fór á kostum síðustu fimm mínúturnar í fjórða leikhluta og kláraði leikinn. Kristófer Acox meiddist í fyrri hálfleik og Kári þurfti nauðsynlega að stíga upp. Kári gerði 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Niels Gustav William Gutenius var frábær hjá Stjörnunni í kvöld. Gutenius gerði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan kastaði þessum leik frá sér. Gestirnir voru tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en töpuðu síðustu fimm mínútunum 26-7. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Umhyggju-höllinni næsta föstudag klukkan 20:15. Arnar: Reyndum að gera Kára erfitt fyrir en það gekk ekki betur en þetta Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap í Origo-höllinni. „Valur endaði á svakalegu áhlaupi. Okkur tókst ekki að skora og Kári komst auðveldlega á vítalínuna og kláraði vel á vinstri höndinni. Við misstum einfaldlega tökin á Kára sem voru góð fram að þessum síðustu fimm mínútum,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Arnar hrósaði Kára Jónssyni fyrir sína frammistöðu. „Kári er góður leikmaður og við reyndum að gera honum eins erfitt fyrir og hægt var en það gekk ekki betur en þetta.“ Arnar var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik þar sem Stjarnan gerði 33 stig í öðrum leikhluta. „Flæðið hjá þeim breyttist eftir að Kristófer Acox meiddist sem hjálpaði okkur en það fór í vaskinn síðustu fimm mínúturnar.“ Arnar vildi ekki meina að Stjarnan hafi lent í vandræðum með hraðann í leiknum heldur hitti Kári Jónsson einfaldlega úr öllu. „Við duttum ekkert á þeirra plan heldur var þetta bara þannig að við skoruðum ekki en Kári skoraði og það var munurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti