Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2023 09:01 Lacie naut lífsins á Íslandi eftir að unnusti hennar yfirgaf hana nánast korter í brúðkaup. Instagram Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch
Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög