Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 11:11 Handtaka Sverris í Rio de Janeiro í gærmorgun. TV Globo Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar. Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar.
Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12