Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2023 08:04 Lýst var eftir Filippu á laugardaginn eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr blaðarúnti sínum. Lögregla í Danmörku/Getty Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst. Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst.
Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20