Óskar Hrafn tók málin í sínar hendur og birti næsta byrjunarlið Blika á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 17:31 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00. Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00.
Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29