Að búa í dreifbýli eru forréttindi Ása Valdís Árnadóttir skrifar 18. apríl 2023 09:00 Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun