Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá
![Skuldabréfaútboð WOW air fór fram haustið 2018.](https://www.visir.is/i/06E84F9E1733FC64152DB04BCA0EA723AEDDC11A340F9B39C862ECF88BC3CE3A_713x0.jpg)
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla.