Skjálftahrina er hafin í Valhöll Tómas Ellert Tómasson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar