Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 16:51 Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina segir að vera RÚV á auglýsingamarkaði hafa verið pólitískt bitbein undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira