Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 09:39 Meghan segir fréttaflutning breskra miðla af bréfaskrifum sínum til Karls konungs árið 2021 ekki réttan. Max Mumby/Indigo/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“ Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01