Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Lúðvík Júlíusson skrifar 24. apríl 2023 11:00 Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun