Þrír af mönnunum eru 22 ára gamlir og sá fjórði er 51 árs gamall. Þeir voru allir fangar í Raymond-fangelsinu nærri borginni Jackson.
Fólk sem býr nærri fangelsinu hefur verið beðið um að læsa dyrum á heimili sínu og sleppa því að vera með húslykla eða vopn í bílum sínum.
Einn mannanna, Dylan Arrington, er grunaður um að hafa myrt hinn 61 árs gamla Anthony Watts á mánudaginn. Watts hafði stöðvað bíl sinn til að aðstoða mann við vegkant sem hafði dottið af mótorhjóli sínu. Hann fannst látinn á vettvangi og bíllinn var hvergi sjáanlegur.
Talið er að mennirnir hafi sloppið út á laugardag en á mismunandi tímum. Gat fannst á þaki fangelsisins sem mennirnir hafa að öllum líkindum nýtt sér.