Á að draga ungmennin „Lúlla/Lúllu lúser“ sem fremja afbrot fyrir sér dómstól? Davíð Bergmann skrifar 28. apríl 2023 07:31 Til að fylgja eftir greininni sem ég skrifaði „Lögreglunemar með Lúlla/Lúllu lúser í tilsjón“ langar mig að koma inn á þegar ungmenni er dæmd fyrir dómstólum landsins og hvað við eigum að hafa í huga þegar þau eru dæmd að mínu mati. Ég hef verið skrifa um forvarnir eins og hópastarf; þá eru málin ekki komin á það alvarlegt stig að dómstólar landsins séu farnir að hafa afskipti af þessum krökkum. En er hægt að koma með nýja nálgun þegar það er verið að dæma ungmenni, þá meina ég á aldrinum 15-25 ára? Ungmenni í hópastarfi kynnast störfum slökkviliðs.Aðsend Já, ég er þeirra skoðunar. Ég er ekki talsmaður harðari refsinga eða að fara að beita sektagreiðslum, nei alls ekki. Ég er hins vegar talsmaður þess að fræða og dæma til meðferðar og það þarf ekkert endilega að vera innan veggja fangelsa eða stofnana. Af hverju? Jú, vegna þess það að herða á refsingum skilar engu að mínu mati og rannsóknir hafa sýnt fram á það ítrekað. Ef til þess kemur að það þurfi að dæma til fangelsis á það að vera til að betrumbæta einstaklingana en ekki eingöngu refsa. Þá verður líka að vera þannig þjónusta til staðar innan veggja fangelsanna. Ég sé ótal sóknarfæri í því og við þurfum ekkert að finna upp hjólið í þeim efnum. Af hverju? Jú, vegna þess að það þarf engum lögum að breyta því þetta rúmast allt innan 57. greinar hegningarlaga. Það sem þarf að gera er að fullnýta 57. greinina og skapa hefð fyrir því að dæma ungt fólk til ábyrgðar og gefa þeim tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar með markvissum hætti. Ég er sannfærður að með því að fara í þessa nálgun muni það spara ríkissjóði milljarða til lengri tíma litið, bjarga mannslífum og skila nýtum þjóðfélagsþegnum út í samfélagið. Í 57. greininni segir eftirfarandi: Að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar. Aðili skal jafnan sæta slíkri umsjón, ef honum eru sett skilyrði samkvæmt 2.– 5. tölul. hér á eftir. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda. Að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis né deyfilyfja. Að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, ef venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að einu ári. Að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru er fjárhag hans varðar. Að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu. Þarna liggja sóknarfærin segi ég fullum fetum. Eftir að hafa kynnt mér málin líst mér best á hvernig Bretarnir gera þetta. Við getum verið með vísi að því eins og þeir gera og ég er hrifnastur af dómstólnum „youth offending team“; YOT. Til að setja þig kæri lesandi inn í hvernig hann virkar langar mig að koma með lítið sýnishorn. Lítil sönn dæmisaga drengs sem var dæmdur innan „youth offending teams“. Drengur var staðinn að því að kveikja í gámi fyrir utan skólabyggingu. Það hlaust töluvert tjón af því; kalla þurfti út slökkvilið og einn varð fyrir reykeitrun. Fjallað um tryggingamál og veltibíll prófaður.Aðsend Hvernig hljómaði svo dómur yfir viðkomandi? Jú, hann þurfti að skila af sér ákveðni vinnu í klukkutímum talið með húsverði skólans. Hann þurfti að sækja sér fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliði og almenna fræðslu um skaðsemi elds og hitta lækna og fórnarlambið sem fékk reykeitrunina og standa skil gagnvart honum. Hann varð að fara í ákveðinn fjölda viðtala hjá sálfræðingi og að lokum þurfti hann að skila af sér ritgerð til dómsins þar sem hann þurfti að gera grein fyrir sinni iðrun, sem hann gerði í samvinnu með foreldrum sínum og hans tilsjónarmanni sem honum var skipaður af dómstólnum YOT. Hins vegar, ef drengurinn uppfyllti ekki skilyrði dómsins, tók við hárkollu-dómari í skikkju og það var dæmt með harðari viðurlögum, jafnvel með fangelsisvist að hætti fullorðinna einstaklinga. Ef drengurinn uppfyllti öll skilyrði var málið úr sögunni og var sett í tættara með viðhöfn og mun aldrei trufla hans tilveru meira á hans líftíma og er hvergi til í kerfinu meir. Þannig að hann gæti haft sömu tækifæri og aðrir í framtíðinni. Þetta er vel hægt að gera hér á landi og sóknarfærin eru óteljandi eins og nýta það að dæma til fræðslu eins og hópstarfið gekk út á hjá mér og þá meina ég vettvangsfræðslu þar sem þeir/þær þurfa að uppfylla ákveðin verkefni og fá skilning hvað afbrot eru í raun og veru. Hérna er það bara hugmyndaflugið sem ræður för og ekkert annað og það er hægt að útfæra þetta á marga vegu. Við verðum að byrja á því að skapa hefð fyrir að setja ábyrgðina á rétta staði og hún er hjá einstaklingum fyrst og fremst sem brýtur af sér og það gerum við með því að fræða hann, ekki bara refsa honum/henni. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Davíð Bergmann Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til að fylgja eftir greininni sem ég skrifaði „Lögreglunemar með Lúlla/Lúllu lúser í tilsjón“ langar mig að koma inn á þegar ungmenni er dæmd fyrir dómstólum landsins og hvað við eigum að hafa í huga þegar þau eru dæmd að mínu mati. Ég hef verið skrifa um forvarnir eins og hópastarf; þá eru málin ekki komin á það alvarlegt stig að dómstólar landsins séu farnir að hafa afskipti af þessum krökkum. En er hægt að koma með nýja nálgun þegar það er verið að dæma ungmenni, þá meina ég á aldrinum 15-25 ára? Ungmenni í hópastarfi kynnast störfum slökkviliðs.Aðsend Já, ég er þeirra skoðunar. Ég er ekki talsmaður harðari refsinga eða að fara að beita sektagreiðslum, nei alls ekki. Ég er hins vegar talsmaður þess að fræða og dæma til meðferðar og það þarf ekkert endilega að vera innan veggja fangelsa eða stofnana. Af hverju? Jú, vegna þess það að herða á refsingum skilar engu að mínu mati og rannsóknir hafa sýnt fram á það ítrekað. Ef til þess kemur að það þurfi að dæma til fangelsis á það að vera til að betrumbæta einstaklingana en ekki eingöngu refsa. Þá verður líka að vera þannig þjónusta til staðar innan veggja fangelsanna. Ég sé ótal sóknarfæri í því og við þurfum ekkert að finna upp hjólið í þeim efnum. Af hverju? Jú, vegna þess að það þarf engum lögum að breyta því þetta rúmast allt innan 57. greinar hegningarlaga. Það sem þarf að gera er að fullnýta 57. greinina og skapa hefð fyrir því að dæma ungt fólk til ábyrgðar og gefa þeim tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar með markvissum hætti. Ég er sannfærður að með því að fara í þessa nálgun muni það spara ríkissjóði milljarða til lengri tíma litið, bjarga mannslífum og skila nýtum þjóðfélagsþegnum út í samfélagið. Í 57. greininni segir eftirfarandi: Að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar. Aðili skal jafnan sæta slíkri umsjón, ef honum eru sett skilyrði samkvæmt 2.– 5. tölul. hér á eftir. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda. Að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis né deyfilyfja. Að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, ef venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að einu ári. Að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru er fjárhag hans varðar. Að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu. Þarna liggja sóknarfærin segi ég fullum fetum. Eftir að hafa kynnt mér málin líst mér best á hvernig Bretarnir gera þetta. Við getum verið með vísi að því eins og þeir gera og ég er hrifnastur af dómstólnum „youth offending team“; YOT. Til að setja þig kæri lesandi inn í hvernig hann virkar langar mig að koma með lítið sýnishorn. Lítil sönn dæmisaga drengs sem var dæmdur innan „youth offending teams“. Drengur var staðinn að því að kveikja í gámi fyrir utan skólabyggingu. Það hlaust töluvert tjón af því; kalla þurfti út slökkvilið og einn varð fyrir reykeitrun. Fjallað um tryggingamál og veltibíll prófaður.Aðsend Hvernig hljómaði svo dómur yfir viðkomandi? Jú, hann þurfti að skila af sér ákveðni vinnu í klukkutímum talið með húsverði skólans. Hann þurfti að sækja sér fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliði og almenna fræðslu um skaðsemi elds og hitta lækna og fórnarlambið sem fékk reykeitrunina og standa skil gagnvart honum. Hann varð að fara í ákveðinn fjölda viðtala hjá sálfræðingi og að lokum þurfti hann að skila af sér ritgerð til dómsins þar sem hann þurfti að gera grein fyrir sinni iðrun, sem hann gerði í samvinnu með foreldrum sínum og hans tilsjónarmanni sem honum var skipaður af dómstólnum YOT. Hins vegar, ef drengurinn uppfyllti ekki skilyrði dómsins, tók við hárkollu-dómari í skikkju og það var dæmt með harðari viðurlögum, jafnvel með fangelsisvist að hætti fullorðinna einstaklinga. Ef drengurinn uppfyllti öll skilyrði var málið úr sögunni og var sett í tættara með viðhöfn og mun aldrei trufla hans tilveru meira á hans líftíma og er hvergi til í kerfinu meir. Þannig að hann gæti haft sömu tækifæri og aðrir í framtíðinni. Þetta er vel hægt að gera hér á landi og sóknarfærin eru óteljandi eins og nýta það að dæma til fræðslu eins og hópstarfið gekk út á hjá mér og þá meina ég vettvangsfræðslu þar sem þeir/þær þurfa að uppfylla ákveðin verkefni og fá skilning hvað afbrot eru í raun og veru. Hérna er það bara hugmyndaflugið sem ræður för og ekkert annað og það er hægt að útfæra þetta á marga vegu. Við verðum að byrja á því að skapa hefð fyrir að setja ábyrgðina á rétta staði og hún er hjá einstaklingum fyrst og fremst sem brýtur af sér og það gerum við með því að fræða hann, ekki bara refsa honum/henni. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun