Hefur ekki rætt við þjálfarann sinn um hvort hann taki við íslenska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 08:00 Janus Daði Smárason er leikmaður Kolstadþar sem hann leikur undir stjórn Christian Berge. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í handbolta er liðið vann öruggan sigur gegn Ísrael í undankeppni EM síðastliðinn fimmtudag. Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands
Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira