Lífið

Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Það var mikið um að vera er íslenski hópurinn lagði af stað til Liverpool í nótt.
Það var mikið um að vera er íslenski hópurinn lagði af stað til Liverpool í nótt. Instagram

Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar.

Búið var að leggja rauðan dregil fyrir hópinn sem ferðaðist svo upp í Leifsstöð í sérmerktum strætisvagni. Þegar hópurinn fór í innritun var kunnuglegt andlit á sjónvarpsskjánum, Diljá sjálf, ásamt texta þar sem henni var óskað góðs gengis.

Diljá gekk svo rauðan dregil að flugvél Play sem flutti hópinn til Liverpool í Bretlandi þar sem keppnin fer fram. Við vélina var lúðrasveit Þorlákshafnar sem spilaði undir á meðan hópurinn gekk um borð í vélina.

RÚV deildi myndbandi af þessu öllu saman sem sjá má hér fyrir neðan.

Diljá stígur á svið í seinni undankeppninni, fimmtudaginn 11. maí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.