Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 10:55 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52