„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 15:07 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. „Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
„Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira