Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 22:38 Justin og Haydon Webster, faðir og bróðir Ivy Webster, fyrir utan húsið þar sem hún og sex aðrir fundust látnir í gærkvöldi. AP/Nathan J. Fish Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira