Sá verðmætasti sneri aftur í stóru tapi Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 07:31 MVP-inn Joel Embiid sneri aftur til leiks í gærkvöld og á hér í harðri baráttu við Al Horford og Marcus Smart um boltann. AP/Charles Krupa Boston Celtics svöruðu vel fyrir sig í gærkvöld eftir tapið í fyrsta leik gegn Philadelphia 76ers, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon. NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon.
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira