Að hagræða kössum eða fólki? 5. maí 2023 18:31 Á sama tíma birtast tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og tala í kross þar sem annar vill draga úr brottfalli drengja m.a. með því að efla verknám á meðan hinn vill fara þá leið að efla nám í háskólum sem kallar á aukinn fjölda nemenda í bóknámi. Á sama tíma er verið að tala um að það fækki fyrirsjáanlega í bóknámi vegna breyttrar námskipunar til stúdentsprófs eða styttingarinnar svokölluðu, sem fór í gegn endanlega 2016 eða fyrir sjö árum. Ósköp eru stjórnvöld sein í að koma með tillögur vegna breytinga sem hófust fyrir fjórtán árum og lauk fyrir sjö árum. Báðir þessir ráðherrar hafa virst sómakært fólk en þeim sem hér lemur lyklaborð finnst að þau þurfi að tala saman. Þau sameiningarverkefni sem ráðherra hefur kynnt og virðast vera langt komin í ráðuneytinu eru fjögur og varða átta skóla. Það er sameining Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sama sveitarfélagi. Það kann að vera hagræðing í því en spurning hvort þeir nemendur sem eru við nám hjá Keili fái betri þjónustu og aðstæður í stórum skóla? Það hefur sést oftar en einu sinni að mjög stórar einingar henti ákveðnum hópi nemenda illa og því spurning hver ávinningurinn sé þjónustulega. Það skal tekið fram að í FS er unnið frábært starf. Ef af verður mun húsnæði Keilis við Ásbrú standa tómt í bili að minnsta kosti. Annað mál er sameining/samstarf MA og VMA eða líklega niðurlagning MA sem þá mundi renna inn í VMA. Báðir skólar eru vel eftirsóttir og öflugir en með þessu hyrfi bóknámsskóli með mikla sögu inn í fjölbrautaskóla og yrði það varla til að auka flóruna í framhaldsskólalitrófinu. Húsnæðismál gætu verið leyst með því að hús MA standi auð og að byggt verði við VMA. Næst er sameining MS og Kvennaskólans, tveggja framtakssamra skóla ef svo má að orði komast en Kvennó leiddi ferlið til breyttrar námskipunar til stúdentsprófs árin 2008-2009, ásamt Menntaskólanum í Borgarnesi sem tók til starfa 2007. Kvennaskólinn er jafnframt hluti af sögu réttindabaráttu kvenna á Íslandi og þar með mannréttindabaráttu en MS hefur verið frumkvöðulsskóli í að breyta námsannaskipulaginu þannig að skólaár þeirra er þrjár annir en ekki tvær. Í báðum skólunum hafa verið húsnæðisvandræði en Kvennó starfar í gamla Miðbæjarskólanum og MS í lagfærðu húsnæði þar sem hefur fundist mygla sem veldur vandræðum. Þessum skólum er ætlað að sameinast í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þegar það flytur á Hótel Sögu (sem eitt sinn hét) við Melatorg. Þá losnar húsnæði tveggja skóla, - MS tiltölulega nýuppgert og Kvennó í gamla Miðbæjarskólanum. Síðasta sameiningin er að láta Flensborgarskólann í Hafnarfirði renna inn í Tækniskólann, þegar búið verður að reisa hús fyrir Tækniskólann fyrir á þriðja tug milljarða. Svo virðist sem sameiningin eigi að réttlæta þann flutning og að þannig verði til 3000 nemenda skóli. Með þessu losnar húsnæði Flensborgarskólans, til þess að gera nýuppgert, sem og allt núverandi húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði og Reykjavík sem er vissulega dreift um borgina (og Fjörðinn). Hagræðið í að byggja nýjan Tækniskóla felst vissulega í því að sameina hinar ólíku starfseiningar skólans en það er tæplega hagræðing eða peningalegur ávinningur að hella 27 milljörðum króna (sem er án efa tala sem ekki mun standast) í verkið. Þá veldur það mér hugarangri að sjá skýrslu sem birt var á vef Stjórnarráðsins 21/4 sl. undir heitinu Nýtt húsnæði Tækniskólans. Tillögur verkefnisstjórnar. Ekki síst vegna þess að þar er beinlínis vikið að þessari sameiningu en Flensborg átti enga aðkomu að málinu engan málsvara. Samt kemur fram að ráðuneytið hafi þegar lagt frummat á málið og svo virðist í tillögunum að málið sé afgreitt án þess að stjórnendur Flensborgarskólans og skólanefnd hafi nokkra aðkomu fengið. Ekki mjög lýðræðislegt eða gott verklag frá sjónarhóli farsældar og mannauðs. Ef þetta gengur eftir þá mun framhaldsskólum á Íslandi fækka um fjóra. Þar á meðal er skóli sem mótaði heilsueflingu í framhaldsskólum og var farinn að nota hugtakið framhaldsskóli til farsældar löngu áður en ríkisstjórn og ráðuneyti tóku það upp í stefnu sína. Flensborgarskólinn er líklega einn fárra skóla sem hafa mótað sér skólasýn af þessu tagi og farið eftir henni. Þar er í boði mikil þjónusta og stuðningur við nemendur. Gildir einu hvort þeir eigi undir högg að sækja, eru íþróttaafreksmenn sem þurfa stuðning við að skipuleggja nám sitt vegna keppnis- og æfingaferða innan lands sem utan eða annarra öflugra námsmanna sem fá stuðning til að njóta sín í námi. Í Flensborg er stærsta íþróttaafrekssvið framhaldsskóla hér landi og einhver best búni framhaldsskóli landsins. Hann á djúpar rætur í hafnfirsku samfélagi og sú þjónusta sem veitt er í skólanum er óvéfengjanlega í anda stofnskrár hans. Í henni er þess getið að skólinn eigi að veita nemendum það sem góðir borgarar þyrftu að kunna. Þar hófst kennaramenntun á Íslandi og löngu síðar var hann framarlega í flokki þeirra skóla eða skólastjórnenda sem útfærðu áfangakerfið sem er notað í langflestum framhaldsskólum á Íslandi. Frá Flensborgarskólanum hefur komið stór hópur stúdenta sem hefur staðið sig vel hvert sem þau fara Fyrrgreind skýrsla gerir ráð fyrir því að allir liðlega 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Þeir sem í Flensborg hafa komið voru að sækja í bóknám. Ætli þeir leiti þá ekki í aðra bóknámsskóla? Það er ekki traustvekjandi fullyrðing að allir 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Það sem undirrituðum finnst undarlegast í þessu máli er að starfshópurinn sem að ofan er nefndur var greinilega með þessa tillögu frá upphafi. Enda fær þessi nýi skóli fær nafn (sjá bls.8) Tækniskólinn Flensborg. Það eru þrír af elstu framhaldsskólum landsins í þessum potti. Þessi aðgerð fækkar bóknámsskólum og mun ekki endilega fjölga verknámsnemendum. Skólar með sterka starfssýn og skólar sem mótað hafa og leitt áfram uppbyggingu skólakerfisins munu hverfa og flóra námsúrvals mun minnka. Gríðarlega mikið húsnæði mun losna, sérstaklega í Reykjavík og það þarf að sannfæra mig um að það að spreða tæplega 30 milljörðum alls sé sparnaður. Hvernig sem á það er horft þá er ekki mikil farsæld í þessu máli! Höfundur er fyrrverandi skólameistari Flensborgarskólans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma birtast tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og tala í kross þar sem annar vill draga úr brottfalli drengja m.a. með því að efla verknám á meðan hinn vill fara þá leið að efla nám í háskólum sem kallar á aukinn fjölda nemenda í bóknámi. Á sama tíma er verið að tala um að það fækki fyrirsjáanlega í bóknámi vegna breyttrar námskipunar til stúdentsprófs eða styttingarinnar svokölluðu, sem fór í gegn endanlega 2016 eða fyrir sjö árum. Ósköp eru stjórnvöld sein í að koma með tillögur vegna breytinga sem hófust fyrir fjórtán árum og lauk fyrir sjö árum. Báðir þessir ráðherrar hafa virst sómakært fólk en þeim sem hér lemur lyklaborð finnst að þau þurfi að tala saman. Þau sameiningarverkefni sem ráðherra hefur kynnt og virðast vera langt komin í ráðuneytinu eru fjögur og varða átta skóla. Það er sameining Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sama sveitarfélagi. Það kann að vera hagræðing í því en spurning hvort þeir nemendur sem eru við nám hjá Keili fái betri þjónustu og aðstæður í stórum skóla? Það hefur sést oftar en einu sinni að mjög stórar einingar henti ákveðnum hópi nemenda illa og því spurning hver ávinningurinn sé þjónustulega. Það skal tekið fram að í FS er unnið frábært starf. Ef af verður mun húsnæði Keilis við Ásbrú standa tómt í bili að minnsta kosti. Annað mál er sameining/samstarf MA og VMA eða líklega niðurlagning MA sem þá mundi renna inn í VMA. Báðir skólar eru vel eftirsóttir og öflugir en með þessu hyrfi bóknámsskóli með mikla sögu inn í fjölbrautaskóla og yrði það varla til að auka flóruna í framhaldsskólalitrófinu. Húsnæðismál gætu verið leyst með því að hús MA standi auð og að byggt verði við VMA. Næst er sameining MS og Kvennaskólans, tveggja framtakssamra skóla ef svo má að orði komast en Kvennó leiddi ferlið til breyttrar námskipunar til stúdentsprófs árin 2008-2009, ásamt Menntaskólanum í Borgarnesi sem tók til starfa 2007. Kvennaskólinn er jafnframt hluti af sögu réttindabaráttu kvenna á Íslandi og þar með mannréttindabaráttu en MS hefur verið frumkvöðulsskóli í að breyta námsannaskipulaginu þannig að skólaár þeirra er þrjár annir en ekki tvær. Í báðum skólunum hafa verið húsnæðisvandræði en Kvennó starfar í gamla Miðbæjarskólanum og MS í lagfærðu húsnæði þar sem hefur fundist mygla sem veldur vandræðum. Þessum skólum er ætlað að sameinast í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þegar það flytur á Hótel Sögu (sem eitt sinn hét) við Melatorg. Þá losnar húsnæði tveggja skóla, - MS tiltölulega nýuppgert og Kvennó í gamla Miðbæjarskólanum. Síðasta sameiningin er að láta Flensborgarskólann í Hafnarfirði renna inn í Tækniskólann, þegar búið verður að reisa hús fyrir Tækniskólann fyrir á þriðja tug milljarða. Svo virðist sem sameiningin eigi að réttlæta þann flutning og að þannig verði til 3000 nemenda skóli. Með þessu losnar húsnæði Flensborgarskólans, til þess að gera nýuppgert, sem og allt núverandi húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði og Reykjavík sem er vissulega dreift um borgina (og Fjörðinn). Hagræðið í að byggja nýjan Tækniskóla felst vissulega í því að sameina hinar ólíku starfseiningar skólans en það er tæplega hagræðing eða peningalegur ávinningur að hella 27 milljörðum króna (sem er án efa tala sem ekki mun standast) í verkið. Þá veldur það mér hugarangri að sjá skýrslu sem birt var á vef Stjórnarráðsins 21/4 sl. undir heitinu Nýtt húsnæði Tækniskólans. Tillögur verkefnisstjórnar. Ekki síst vegna þess að þar er beinlínis vikið að þessari sameiningu en Flensborg átti enga aðkomu að málinu engan málsvara. Samt kemur fram að ráðuneytið hafi þegar lagt frummat á málið og svo virðist í tillögunum að málið sé afgreitt án þess að stjórnendur Flensborgarskólans og skólanefnd hafi nokkra aðkomu fengið. Ekki mjög lýðræðislegt eða gott verklag frá sjónarhóli farsældar og mannauðs. Ef þetta gengur eftir þá mun framhaldsskólum á Íslandi fækka um fjóra. Þar á meðal er skóli sem mótaði heilsueflingu í framhaldsskólum og var farinn að nota hugtakið framhaldsskóli til farsældar löngu áður en ríkisstjórn og ráðuneyti tóku það upp í stefnu sína. Flensborgarskólinn er líklega einn fárra skóla sem hafa mótað sér skólasýn af þessu tagi og farið eftir henni. Þar er í boði mikil þjónusta og stuðningur við nemendur. Gildir einu hvort þeir eigi undir högg að sækja, eru íþróttaafreksmenn sem þurfa stuðning við að skipuleggja nám sitt vegna keppnis- og æfingaferða innan lands sem utan eða annarra öflugra námsmanna sem fá stuðning til að njóta sín í námi. Í Flensborg er stærsta íþróttaafrekssvið framhaldsskóla hér landi og einhver best búni framhaldsskóli landsins. Hann á djúpar rætur í hafnfirsku samfélagi og sú þjónusta sem veitt er í skólanum er óvéfengjanlega í anda stofnskrár hans. Í henni er þess getið að skólinn eigi að veita nemendum það sem góðir borgarar þyrftu að kunna. Þar hófst kennaramenntun á Íslandi og löngu síðar var hann framarlega í flokki þeirra skóla eða skólastjórnenda sem útfærðu áfangakerfið sem er notað í langflestum framhaldsskólum á Íslandi. Frá Flensborgarskólanum hefur komið stór hópur stúdenta sem hefur staðið sig vel hvert sem þau fara Fyrrgreind skýrsla gerir ráð fyrir því að allir liðlega 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Þeir sem í Flensborg hafa komið voru að sækja í bóknám. Ætli þeir leiti þá ekki í aðra bóknámsskóla? Það er ekki traustvekjandi fullyrðing að allir 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Það sem undirrituðum finnst undarlegast í þessu máli er að starfshópurinn sem að ofan er nefndur var greinilega með þessa tillögu frá upphafi. Enda fær þessi nýi skóli fær nafn (sjá bls.8) Tækniskólinn Flensborg. Það eru þrír af elstu framhaldsskólum landsins í þessum potti. Þessi aðgerð fækkar bóknámsskólum og mun ekki endilega fjölga verknámsnemendum. Skólar með sterka starfssýn og skólar sem mótað hafa og leitt áfram uppbyggingu skólakerfisins munu hverfa og flóra námsúrvals mun minnka. Gríðarlega mikið húsnæði mun losna, sérstaklega í Reykjavík og það þarf að sannfæra mig um að það að spreða tæplega 30 milljörðum alls sé sparnaður. Hvernig sem á það er horft þá er ekki mikil farsæld í þessu máli! Höfundur er fyrrverandi skólameistari Flensborgarskólans
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun