Nina Jochnowitz, íbúi í Old Bridge, birti myndir á Facebook í síðasta mánuði sem sýndu hrúgur af spagettíi og makkaróní við bakka Iresick-læksins. Myndirnar vöktu að sjálfsögðu mikla athygli en á meðan sumir höfðu gaman að gagnrýndu aðrir hrikalega matarsóun.
Pastað, sem virðist á myndum eldað, var í raun og veru óeldað en gegnsósa eftir rigningu undanfarna daga. Einn af ráðamönnum Old Bridge sagði engu líkara en að fjöldi pakkinga hefði verið tæmdur við lækinn, líklega nýlega.
someone very mysteriously dumped 3-400 pounds of pasta in the woods in old bridge, nj i need to know everything pic.twitter.com/z6D1e7u2JJ
— pasta girl (@worrystonee) May 2, 2023
Hrúgurnar voru hreinsaðar upp af bæjarstarfsmönnum, sem mátu að um hefði verið að ræða fimmtán hjólbörur.
Samkvæmt umfjöllun Guardian telja bæjarbúar sig nú hafa komist að því hvaðan pastað kom; úr húsi í nágrenninu sem nú er á sölu. Hermaður á eftirlaunum er sagður hafa verið að hreinsa út úr húsi nýlega látinnar móður sinnar og uppgötvað birgðir af pasta.
„Ég held að hann hafi bara verið að reyna að hreinsa út úr húsi foreldra sinna og þau voru örugglega vel birg,“ sagði einn nágranna móðurinnar í samtali við NBC New York. Owen Wilson, bæjarstjóri í Old Bridge, sagði í yfirlýsingu að rekja mætti atvikið til dómgreindarskorts.