Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 13:35 Diljá var vel tekið á rennsli síðdegis í Liverpool í dag. EBU Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54