Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 08:49 Rudy Giuliani var persónulegur lögmaður Donalds Trump og áður borgarstjóri New York. AP/Mary Altaffer Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira