Friður geti ekki verið án réttlætis Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 16:17 Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um mikilvægi réttlætis þegar kemur að friðarumræðum. Vísir/Elísabet Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. „Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
„Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52