Gamalt handrit úr Valhöll Sigmar Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 08:00 Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar