„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:30 Camilla Rut, jafnan þekkt sem Camy, hefur brennandi áhuga á tísku. Hún rekur verslanirnar Camy Collections og MTK Shapewear. Aðsend Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Camy sækir í föt sem láta henni líða vel.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er í raun og veru margþætt, það er svo margt sem ég hef gaman af í tískupælingum. Það allra helsta er þó það að ég gjörsamlega elska að sama í hvaða líkamsbyggingu þú býrð í, hvaða stærð þú ert í eða hver stíllinn þinn er þá geturðu alltaf klætt líkamann þinn í eitthvað sem fer þér vel. Með því að velja rétt og vel í fataskápinn þinn þá geturðu byggt upp safn af flíkum, undirfötum eða fylgihlutum sem sem faðmar þig á öllum réttum stöðum og að sama skapi hjálpað þér að líða vel í eigin skinni. Ég veit ekki hversu oft ég hef horft upp á viðskiptavini mína lyftast upp og lifna við, við það eitt og sér að fara í flíkur sem styðja við og faðma líkamann þeirra rétt. Það er það sem ég elska við að gera það sem ég geri. Í rauninni snýst þetta sem minnst um hvernig þú lítur út eða hvernig annað fólk sér þig heldur snýst þetta allt um hvernig þér líður í fötunum þínum og hvernig þú velur í fataskápinn þinn. Því ef við veljum eitthvað sem lyftir okkur upp og lætur okkur líða vel þá fylgir útgeislunin alltaf með. Útgeislunin fylgir þægilegum flíkum að sögn Camy.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er mjög breytilegt, en ætli mínar uppáhalds þessa dagana sé ekki vegan leðurbuxurnar úr MTK sem eru hannaðar af meðeiganda mínum þar henni Thedóru. Mér finnst þær klæða mig vel á öllum réttum stöðum og þar sem ég elska að blanda saman áferðum þá finnst mér leðurlúkkið alltaf gera fataskápnum gott fyrir hvaða tilefni sem er. Ég er einnig alveg lasin í öll samsett sett þessa dagana. Sem dæmi má nefna jogging galla sem hægt er að dressa upp og niður með allskonar jökkum, fylgihlutum eða skóm. Stórir blazerar og trench jakkar eru einnig fastir liðir hjá mér sem ég dýrka að henda yfir allar mögulega samsetningar af fötum. Vegan leðurbuxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Camy.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki, það var alltaf þannig á sínum tíma að ég átti smekk fullan fataskáp af fötum en einhvern veginn átti ég aldrei neitt til að vera í. Því fór ég oft í þessa „fatakrísu“ eins og ég vil kalla það. Það er þegar þú ert að fara eitthvað, setur allt í rúst og ekkert virkar svo þú endar með að fara í „æj bara í einhverju“ en kemur svo heim í draslið seinna um kvöldið eftir dramakastið. Eftir að ég tók fataskápinn minn í gegn og fór að velja betur hvað ég versla inn þá breyttist allt. Ég til dæmis reyni að versla mest í svipaðri litapallettu einfaldlega til að fá meira notagildi úr flíkunum mínum því það passar allt saman og ég get mixað flíkurnar í milljón samsetningar (plús það ég get sett bara allt saman í eina þvottavél, sá hlær best sem síðast hlær) Einnig fór ég að einblína meira á grunnflíkurnar mínar og undirfatnaðinn líka. Grunnflíkur er eitthvað sem ég kalla grunninn af öllum fatasamsetningum eða svokallaðar basics. Að eiga gott safn af grunnflíkum sem þú getur mixað saman við alls konar annað, þá ertu í toppmálum. Við þessi skref og tiltekt í fataskápnum styttist tíminn í að velja mér föt talsvert, ég yfirleitt skelli mér bara í eitthvað og líður alltaf vel. Camy tók fataskápinn sinn alveg í gegn og segir það hafa breytt lífinu til hins betra.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er nú ofboðslega breytilegur en ég get verið algjör casual skvís, ég get verið þreytta mamman, háhæla gellan og allt þar á milli. Það fer algjörlega eftir hvernig mér líður hverju sinni hvaða stíl ég vel fyrir daginn. Camy segir stílinn sinn breytilegan, allt frá afslöppuðum og þreyttri mömmu yfir í háhæla skvís. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já það er alveg á hreinu. Síðustu fimm ár hef ég aðeins verið að koma til sjálfs míns og hætta að reyna að elta einhver trend hverju sinni. Ég fór að leggja algjöra áherslu á að mér líði alltaf vel í öllu sem ég klæðist því þannig er ég einfaldlega miklu skemmtilegri, útgeislunin manstu. Hvort sem það sé háhæla skvís eða þreytta mömmulúkkið. Að leyfa mér að vera, njóta og líða kvenlega er lykillinn sem ég leitast alltaf í fyrir mig. Camy sækist í að líða vel, kvenlega og að njóta sín. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ætli samfélagsmiðlar spili ekki stóran part þar, kannski alveg ómeðvitað. Auðvitað fylgist man með hvað er í gangi hverju sinni og oft grípur man eitthvað á lofti sem lúkkar vel en er þægilegt líka. Fataskápurinn hjá Camy er einstaklega vel skipulagður.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt. Það er bara þannig. Við vitum öll hvernig það er að ganga um í óþægilegum brókum sem bora sér upp í rassgatið yfir daginn, þetta hefur allt áhrif þótt margir vilji ekki viðurkenna það. Veljum bara vel, veljum þægindi og ef maður vill vera gella í leiðinni þá er það alveg hægt! Sendið mér bara skilaboð eða kíkið á mig upp í búð, ég er alltaf til í að hjálpa. Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt er speki sem Camy lifir eftir.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru svo sem fáar flíkur sem ég tel vera eitthvað sérstaklega eftirminnilegar, heldur meira í hverju ég er við ákveðin tilefni og hvernig það hefur látið mér líða hverju sinni. Camy segir mjög mikilvægt að velja vel undirföt og grunnflíkurnar. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? 1. Ekki bara hugsa um hvernig annað fólk sér þig þegar þú velur þér föt. Pældu líka í hvernig þér líður, hvernig þetta hefur áhrif á daginn þinn og veldu þér eitthvað sem lyftir andanum þínum og sjálfstrausti upp frekar en að elta einhver trend. 2. Ekki vanmeta grunnflíkurnar þínar eða undirfatnað. Það að hafa þetta tvennt á hreinu getur breytt öllu fyrir sjálfið og fataskápinn líka. Hér er hægt að fylgjast með Camy á Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 „Þú passar ekki endilega í gallabuxurnar þínar en þú passar alltaf í skóna þína“ Lífskúnstnerinn og menntaskólaneminn Sverrir Ingibergsson hefur gríðarlegan áhuga á tísku og elskar hvað hún getur verið breytileg. Hann hefur farið í gegnum ýmis tískutímabil, er óhræddur við að skera sig úr og er alls ekki hrifinn af kvartbuxum. Sverrir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. apríl 2023 11:31 Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30 „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 „Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Camy sækir í föt sem láta henni líða vel.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er í raun og veru margþætt, það er svo margt sem ég hef gaman af í tískupælingum. Það allra helsta er þó það að ég gjörsamlega elska að sama í hvaða líkamsbyggingu þú býrð í, hvaða stærð þú ert í eða hver stíllinn þinn er þá geturðu alltaf klætt líkamann þinn í eitthvað sem fer þér vel. Með því að velja rétt og vel í fataskápinn þinn þá geturðu byggt upp safn af flíkum, undirfötum eða fylgihlutum sem sem faðmar þig á öllum réttum stöðum og að sama skapi hjálpað þér að líða vel í eigin skinni. Ég veit ekki hversu oft ég hef horft upp á viðskiptavini mína lyftast upp og lifna við, við það eitt og sér að fara í flíkur sem styðja við og faðma líkamann þeirra rétt. Það er það sem ég elska við að gera það sem ég geri. Í rauninni snýst þetta sem minnst um hvernig þú lítur út eða hvernig annað fólk sér þig heldur snýst þetta allt um hvernig þér líður í fötunum þínum og hvernig þú velur í fataskápinn þinn. Því ef við veljum eitthvað sem lyftir okkur upp og lætur okkur líða vel þá fylgir útgeislunin alltaf með. Útgeislunin fylgir þægilegum flíkum að sögn Camy.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er mjög breytilegt, en ætli mínar uppáhalds þessa dagana sé ekki vegan leðurbuxurnar úr MTK sem eru hannaðar af meðeiganda mínum þar henni Thedóru. Mér finnst þær klæða mig vel á öllum réttum stöðum og þar sem ég elska að blanda saman áferðum þá finnst mér leðurlúkkið alltaf gera fataskápnum gott fyrir hvaða tilefni sem er. Ég er einnig alveg lasin í öll samsett sett þessa dagana. Sem dæmi má nefna jogging galla sem hægt er að dressa upp og niður með allskonar jökkum, fylgihlutum eða skóm. Stórir blazerar og trench jakkar eru einnig fastir liðir hjá mér sem ég dýrka að henda yfir allar mögulega samsetningar af fötum. Vegan leðurbuxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Camy.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki, það var alltaf þannig á sínum tíma að ég átti smekk fullan fataskáp af fötum en einhvern veginn átti ég aldrei neitt til að vera í. Því fór ég oft í þessa „fatakrísu“ eins og ég vil kalla það. Það er þegar þú ert að fara eitthvað, setur allt í rúst og ekkert virkar svo þú endar með að fara í „æj bara í einhverju“ en kemur svo heim í draslið seinna um kvöldið eftir dramakastið. Eftir að ég tók fataskápinn minn í gegn og fór að velja betur hvað ég versla inn þá breyttist allt. Ég til dæmis reyni að versla mest í svipaðri litapallettu einfaldlega til að fá meira notagildi úr flíkunum mínum því það passar allt saman og ég get mixað flíkurnar í milljón samsetningar (plús það ég get sett bara allt saman í eina þvottavél, sá hlær best sem síðast hlær) Einnig fór ég að einblína meira á grunnflíkurnar mínar og undirfatnaðinn líka. Grunnflíkur er eitthvað sem ég kalla grunninn af öllum fatasamsetningum eða svokallaðar basics. Að eiga gott safn af grunnflíkum sem þú getur mixað saman við alls konar annað, þá ertu í toppmálum. Við þessi skref og tiltekt í fataskápnum styttist tíminn í að velja mér föt talsvert, ég yfirleitt skelli mér bara í eitthvað og líður alltaf vel. Camy tók fataskápinn sinn alveg í gegn og segir það hafa breytt lífinu til hins betra.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er nú ofboðslega breytilegur en ég get verið algjör casual skvís, ég get verið þreytta mamman, háhæla gellan og allt þar á milli. Það fer algjörlega eftir hvernig mér líður hverju sinni hvaða stíl ég vel fyrir daginn. Camy segir stílinn sinn breytilegan, allt frá afslöppuðum og þreyttri mömmu yfir í háhæla skvís. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já það er alveg á hreinu. Síðustu fimm ár hef ég aðeins verið að koma til sjálfs míns og hætta að reyna að elta einhver trend hverju sinni. Ég fór að leggja algjöra áherslu á að mér líði alltaf vel í öllu sem ég klæðist því þannig er ég einfaldlega miklu skemmtilegri, útgeislunin manstu. Hvort sem það sé háhæla skvís eða þreytta mömmulúkkið. Að leyfa mér að vera, njóta og líða kvenlega er lykillinn sem ég leitast alltaf í fyrir mig. Camy sækist í að líða vel, kvenlega og að njóta sín. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ætli samfélagsmiðlar spili ekki stóran part þar, kannski alveg ómeðvitað. Auðvitað fylgist man með hvað er í gangi hverju sinni og oft grípur man eitthvað á lofti sem lúkkar vel en er þægilegt líka. Fataskápurinn hjá Camy er einstaklega vel skipulagður.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt. Það er bara þannig. Við vitum öll hvernig það er að ganga um í óþægilegum brókum sem bora sér upp í rassgatið yfir daginn, þetta hefur allt áhrif þótt margir vilji ekki viðurkenna það. Veljum bara vel, veljum þægindi og ef maður vill vera gella í leiðinni þá er það alveg hægt! Sendið mér bara skilaboð eða kíkið á mig upp í búð, ég er alltaf til í að hjálpa. Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt er speki sem Camy lifir eftir.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru svo sem fáar flíkur sem ég tel vera eitthvað sérstaklega eftirminnilegar, heldur meira í hverju ég er við ákveðin tilefni og hvernig það hefur látið mér líða hverju sinni. Camy segir mjög mikilvægt að velja vel undirföt og grunnflíkurnar. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? 1. Ekki bara hugsa um hvernig annað fólk sér þig þegar þú velur þér föt. Pældu líka í hvernig þér líður, hvernig þetta hefur áhrif á daginn þinn og veldu þér eitthvað sem lyftir andanum þínum og sjálfstrausti upp frekar en að elta einhver trend. 2. Ekki vanmeta grunnflíkurnar þínar eða undirfatnað. Það að hafa þetta tvennt á hreinu getur breytt öllu fyrir sjálfið og fataskápinn líka. Hér er hægt að fylgjast með Camy á Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 „Þú passar ekki endilega í gallabuxurnar þínar en þú passar alltaf í skóna þína“ Lífskúnstnerinn og menntaskólaneminn Sverrir Ingibergsson hefur gríðarlegan áhuga á tísku og elskar hvað hún getur verið breytileg. Hann hefur farið í gegnum ýmis tískutímabil, er óhræddur við að skera sig úr og er alls ekki hrifinn af kvartbuxum. Sverrir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. apríl 2023 11:31 Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30 „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 „Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31
Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32
„Þú passar ekki endilega í gallabuxurnar þínar en þú passar alltaf í skóna þína“ Lífskúnstnerinn og menntaskólaneminn Sverrir Ingibergsson hefur gríðarlegan áhuga á tísku og elskar hvað hún getur verið breytileg. Hann hefur farið í gegnum ýmis tískutímabil, er óhræddur við að skera sig úr og er alls ekki hrifinn af kvartbuxum. Sverrir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. apríl 2023 11:31
Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30
„Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31
„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31
Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00