„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 16:27 Gæsahjónin gengu um íbúðagötuna við Miklubraut hinumegin við Klambratún í morgun með ungunum sínum sjö. Arngrímur Ísberg „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. „Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“ Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira