Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2023 11:31 Balti ræddi við Völu Matt um svæðið í Gufunesinu. Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu. Vala Matt hitti þau bæði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þarna er sannarlega vandað til verka. Húsin eru einstaklega falleg og hönnun öll nútímaleg og innréttingar flottar. Í Gufunesi er Balti að stækka kvikmyndaver Reykjavík Studios og skrifstofuhúsnæðið hjá honum er eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi og þó víðar væri leitað. „Ég hef haft augastað á þessu svæði alveg frá því að ég var að taka hérna upp bíómynd árið 2004. Þetta var kallað ruslahaugur þá en fyrir mér var þetta perla á ruslahaug með einstaklega fallegri strönd og útsýnið hérna er algjörlega magnað,“ segir Baltasar sem ákvað árið 2015 að opna kvikmyndastúdíó á alþjóðlegum mælikvarða og fékk borgina með sér í lið. Iðnaðarlegt og ósjarmerandi „Ég barðist síðan fyrir því að hér yrði byggð einnig. Ég hef mikið unnið í kvikmyndaverum erlendis eins og í London þar sem fólk þarf að ferðast í upp í einn og hálfan tíma í vinnuna, fram og til baka. Þar er þetta svo ósjarmerandi umhverfi, svo iðnaðarlegt og síðan þegar ég fór í eftirvinnsluna þá var ég alltaf í Soho í London þar sem mín uppáhalds kaffihús eru og það er mun meira skapandi umhverfi.“ Hann segir að nálægt við miðborgina frá Gufunesinu skipti einnig miklu máli. „Þetta er bara tíu mínútur, korter frá fimm stjörnu hótelum sem er mjög óvenjulegt og því sá ég fyrir mér blómlegt mannlíf og kreatíft andrúmsloft,“ segir Balti og vísar til þess að mjög stutt sé fyrir stórstjörnurnar að koma sér á hótel hér í Reykjavík við tökur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild þar sem Vala fær að sjá íbúðir sem eru í byggingu á svæðinu og framtíðar plönin í Gufunesinu. Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Vala Matt hitti þau bæði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þarna er sannarlega vandað til verka. Húsin eru einstaklega falleg og hönnun öll nútímaleg og innréttingar flottar. Í Gufunesi er Balti að stækka kvikmyndaver Reykjavík Studios og skrifstofuhúsnæðið hjá honum er eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi og þó víðar væri leitað. „Ég hef haft augastað á þessu svæði alveg frá því að ég var að taka hérna upp bíómynd árið 2004. Þetta var kallað ruslahaugur þá en fyrir mér var þetta perla á ruslahaug með einstaklega fallegri strönd og útsýnið hérna er algjörlega magnað,“ segir Baltasar sem ákvað árið 2015 að opna kvikmyndastúdíó á alþjóðlegum mælikvarða og fékk borgina með sér í lið. Iðnaðarlegt og ósjarmerandi „Ég barðist síðan fyrir því að hér yrði byggð einnig. Ég hef mikið unnið í kvikmyndaverum erlendis eins og í London þar sem fólk þarf að ferðast í upp í einn og hálfan tíma í vinnuna, fram og til baka. Þar er þetta svo ósjarmerandi umhverfi, svo iðnaðarlegt og síðan þegar ég fór í eftirvinnsluna þá var ég alltaf í Soho í London þar sem mín uppáhalds kaffihús eru og það er mun meira skapandi umhverfi.“ Hann segir að nálægt við miðborgina frá Gufunesinu skipti einnig miklu máli. „Þetta er bara tíu mínútur, korter frá fimm stjörnu hótelum sem er mjög óvenjulegt og því sá ég fyrir mér blómlegt mannlíf og kreatíft andrúmsloft,“ segir Balti og vísar til þess að mjög stutt sé fyrir stórstjörnurnar að koma sér á hótel hér í Reykjavík við tökur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild þar sem Vala fær að sjá íbúðir sem eru í byggingu á svæðinu og framtíðar plönin í Gufunesinu.
Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira