„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 14:16 Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku. „Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar. Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar.
Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira