Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. maí 2023 19:18 Þessi unga dama var ekki alveg nógu ánægð með að sundferðin varð ekki að veruleika. Vísir/Steingrímur Dúi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira