„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 22:13 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. „Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn