Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:31 Stuttmynd Gunnar, Fár, fékk sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Getty/Andreas Rentz Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48