Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 08:06 Teiknuð mynd af Arnarnesvegi. Vegagerðin Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum. Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum.
Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10