Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:11 Eins og undanfarið rúmt ár eru málefni Úkraínu miðpunktur umræðu leiðtoga Evrópu á fundinum í Moldóvu. AP/Vadim Ghirda Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17
Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16