Íslendingar fá engar bætur vegna hópsýkingar í Ischgl Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:58 Ischgl er gríðarlega vinsæll skíðastaður. Í upphafi covid faraldursins komu margir Íslendingar smitaðir þaðan. Getty Alríkisdómstóll í Austurríki hefur sýknað austurríska ríkið í máli covid sjúklings sem smitaðist í skíðabænum Ischgl. Ischgl komst í heimsfréttirnar í upphafi faraldursins þegar stóran hluta smita Evrópu mátti rekja þangað. Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20