„Ekki ráðinn til að vera einhver já-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2023 08:01 Arnór Atlason lék 203 landsleiki og skoraði 437 mörk. epa/Srdjan Suki Arnór Atlason hlakkar til að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í fyrradag. Á sama tíma var greint frá því að Arnór yrði aðstoðarmaður hans. „Það var nú bara þannig að Snorri heyrði í mér, hvort það sé í lagi að hann komi með mitt nafn inn í umræðuna um sinn aðstoðarmann. Mér leist strax mjög vel á það og eftir það heyrði ég í formanni HSÍ [Guðmundi B. Ólafssyni] og svo fóru viðræður af stað,“ sagði Arnór í samtali við Vísi um aðdraganda þess að hann var ráðinn. Arnór tekur við Team Tvis Holstebro í sumar. Hann segir að forráðamenn félagsins hafi tekið vel í ósk hans að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari meðfram því starfi. „Þeir tóku vel í þetta. Ég sagði þeim að þetta væri ótrúlega spennandi verkefni fyrir mig og eitthvað sem mig langaði að gera. Ég er mjög þakklátur þeim að hafa ekki sett mér stólinn fyrir dyrnar. Þeir þurftu að hugsa sitt, hvort þeir hefðu efni á að sleppa mér þessar landsliðsvikur en með góðum samtölum og horfa á að þetta gæti verið gott fyrir mig og félagið til lengri tíma fundum við fljótt úr þessu,“ sagði Arnór. Arnór lagði skóna á hilluna 2018 og hefur starfað við þjálfun síðan þá.epa/Gjorgji Licovski Hann segir að það hafi strax heillað sig að starfa við hlið Snorra við þjálfun íslenska landsliðsins sem hann lék svo lengi með. „Maður ber heilmiklar tilfinningar til íslenska landsliðsins og ef það er leitað til manns um að starfa við þjálfun þess er það eitthvað sem maður þarf að hugsa rosalega vel um. Mér fannst strax rosalega spennandi að vinna með Snorra,“ sagði Arnór. Þeir Snorri hafa þekkst lengi, voru um árabil samherjar í landsliðinu og léku einnig saman með AG Kaupmannahöfn tímabilið 2011-12. Arnór segir að hugmyndir þeirra Snorra um handbolta rími vel saman. Hann ætlar þó líka að koma sínum áherslum á framfæri. „Við höfum oft skeggrætt um handbolta, sérstaklega eftir að við fórum báðir að þjálfa. Það var mjög augljóst að það væri góður kostur ef við gætum unnið saman. Ég er samt ekki ráðinn til að vera einhver já-maður, reikna ég með. Ég kem með mínar hugmyndir og fæ Snorra til að hugsa sig um eins og aðstoðarmaður á að gera,“ sagði Arnór. Arnór fagnar sigrinum fræga á Spáni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 ásamt Sverre Jakobssyni.vísir/vilhelm Hann segir framtíð íslenska landsliðsins bjarta og segir það geta náð langt. „Liðið er ótrúlega spennandi og margir strákar á rosalega góðum stað á sínum ferli í bland við stráka sem hafa verið þarna lengur og prófað meira. Samsetningin á liðinu er allt að því fullkomin. Margir ungir á leiðinni fram á við og nokkrir eldri sem hafa þegar náð langt,“ sagði Arnór. „Möguleikar liðsins eru flottir. Við vitum það sjálfir að allt þarf að ganga upp til að maður geti komist þangað sem mann langar. En það er engin ástæða til annars en að vonast eftir því að hægt sé að koma liðinu á þann stall sem það var á.“ Það vantar ekki verkefnin hjá Arnóri en hann er aðstoðarþjálfari Álaborgar sem er komið í úrslit um danska meistaratitilinn. Þar mætir liðið meisturum GOG sem leiða einvígið, 1-0. „Það er mikill draumur að kveðja félagið með titli. Það hefur margt gengið á þetta tímabil þannig að eiga möguleika á að klára þetta með titli í lokin væri algjörlega frábært fyrir okkur. Það gekk mikið á í leik eitt og við erum svekktir að hafa ekki unnið hann eftir að hafa verið í góðri stöðu. Ég vona innilega að við náum að klára þetta á sunnudaginn [á morgun] svo við fáum annan heimaleik,“ sagði Arnór að endingu. Landslið karla í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Snorri var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í fyrradag. Á sama tíma var greint frá því að Arnór yrði aðstoðarmaður hans. „Það var nú bara þannig að Snorri heyrði í mér, hvort það sé í lagi að hann komi með mitt nafn inn í umræðuna um sinn aðstoðarmann. Mér leist strax mjög vel á það og eftir það heyrði ég í formanni HSÍ [Guðmundi B. Ólafssyni] og svo fóru viðræður af stað,“ sagði Arnór í samtali við Vísi um aðdraganda þess að hann var ráðinn. Arnór tekur við Team Tvis Holstebro í sumar. Hann segir að forráðamenn félagsins hafi tekið vel í ósk hans að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari meðfram því starfi. „Þeir tóku vel í þetta. Ég sagði þeim að þetta væri ótrúlega spennandi verkefni fyrir mig og eitthvað sem mig langaði að gera. Ég er mjög þakklátur þeim að hafa ekki sett mér stólinn fyrir dyrnar. Þeir þurftu að hugsa sitt, hvort þeir hefðu efni á að sleppa mér þessar landsliðsvikur en með góðum samtölum og horfa á að þetta gæti verið gott fyrir mig og félagið til lengri tíma fundum við fljótt úr þessu,“ sagði Arnór. Arnór lagði skóna á hilluna 2018 og hefur starfað við þjálfun síðan þá.epa/Gjorgji Licovski Hann segir að það hafi strax heillað sig að starfa við hlið Snorra við þjálfun íslenska landsliðsins sem hann lék svo lengi með. „Maður ber heilmiklar tilfinningar til íslenska landsliðsins og ef það er leitað til manns um að starfa við þjálfun þess er það eitthvað sem maður þarf að hugsa rosalega vel um. Mér fannst strax rosalega spennandi að vinna með Snorra,“ sagði Arnór. Þeir Snorri hafa þekkst lengi, voru um árabil samherjar í landsliðinu og léku einnig saman með AG Kaupmannahöfn tímabilið 2011-12. Arnór segir að hugmyndir þeirra Snorra um handbolta rími vel saman. Hann ætlar þó líka að koma sínum áherslum á framfæri. „Við höfum oft skeggrætt um handbolta, sérstaklega eftir að við fórum báðir að þjálfa. Það var mjög augljóst að það væri góður kostur ef við gætum unnið saman. Ég er samt ekki ráðinn til að vera einhver já-maður, reikna ég með. Ég kem með mínar hugmyndir og fæ Snorra til að hugsa sig um eins og aðstoðarmaður á að gera,“ sagði Arnór. Arnór fagnar sigrinum fræga á Spáni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 ásamt Sverre Jakobssyni.vísir/vilhelm Hann segir framtíð íslenska landsliðsins bjarta og segir það geta náð langt. „Liðið er ótrúlega spennandi og margir strákar á rosalega góðum stað á sínum ferli í bland við stráka sem hafa verið þarna lengur og prófað meira. Samsetningin á liðinu er allt að því fullkomin. Margir ungir á leiðinni fram á við og nokkrir eldri sem hafa þegar náð langt,“ sagði Arnór. „Möguleikar liðsins eru flottir. Við vitum það sjálfir að allt þarf að ganga upp til að maður geti komist þangað sem mann langar. En það er engin ástæða til annars en að vonast eftir því að hægt sé að koma liðinu á þann stall sem það var á.“ Það vantar ekki verkefnin hjá Arnóri en hann er aðstoðarþjálfari Álaborgar sem er komið í úrslit um danska meistaratitilinn. Þar mætir liðið meisturum GOG sem leiða einvígið, 1-0. „Það er mikill draumur að kveðja félagið með titli. Það hefur margt gengið á þetta tímabil þannig að eiga möguleika á að klára þetta með titli í lokin væri algjörlega frábært fyrir okkur. Það gekk mikið á í leik eitt og við erum svekktir að hafa ekki unnið hann eftir að hafa verið í góðri stöðu. Ég vona innilega að við náum að klára þetta á sunnudaginn [á morgun] svo við fáum annan heimaleik,“ sagði Arnór að endingu.
Landslið karla í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira