Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ Margrét Björk Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 3. júní 2023 14:34 Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB. Vísir/Ívar BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46