Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:00 Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn. Vísir/Samsett mynd Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica segir Einar Þorstein Ólafsson, leikmann liðsins hafa tekið miklum framförum en félagið er hans fyrsti viðkomustaður á atvinnumannaferlinum. Þá megi greina takta hjá leikmanninum sem faðir hans, handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, bjó yfir í leik sínum. Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“ Danski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“
Danski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira