Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 07:32 Fundurinn þykir til marks um að lögmenn Trump telji ákærur yfirvofandi. AP/Jose Luis Magana Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira