Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 08:58 Changpeng Zhao, stofnandi og eigandi Binance, er í klandri gagnvart bandarískum eftirlitsstofnunum. AP Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. Binance býður upp á viðskipti með fjölda rafmynta og er umsvifamest á því sviði í heiminum. Fyrirtækið er skráð á Cayman-eyjum en Changpeng Zhao, stofnandi þess, er kanadískur ríkisborgari en fæddur í Kína. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) höfðaði mál gegn Binance fyrir brot í þrettán liðum fyrir umdæmisdómstól í Washington-borg í gær. Í stefnunni er Binance og Zhao sakað um að hafa auðgast um milljarða dollara á því að tefla á tvær hættur með fjármuni fjárfesta, að því er kemur fram í frétt New York Times. SEC krefst bóta frá Binance og að Zhao verði bannað að stýra félögum sem gefa út verðbréf í Bandaríkjunum. Gary Gensler, formaður SEC, sakaði Binance um umfangsmikinn blekkingarvef, hagsmunaárekstra, skort á gegnsæi og lögbrot í yfirlýsingu í gær. „Almenningur ætti að vara sig á því að fjárfesta eignum sínum sem hann stritaði fyrir hjá eða í þessum ólöglega vettvangi,“ sagði Gensler. Á meðal ásakananna er að Binance hafi blandað eigin fjármunum saman við milljarða dollara innistæður viðskiptavina. Hluti innistæðnanna hafi verið færður á laun inn í annað félag í eigu Zhao sem nefnist Sigma Chain. Það er sama brot og FTX og Sam Bankman-Fried, stofnandi þess, sætir nú ákæru fyrir í New York. Bankman-Fried var framseldur frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna í fyrra. Hann er sakaður um að hafa fært fjármuni viðskiptavina út úr FTX og inn í eigið fyrirtæki sem stundaði áhættufjárfestingar með rafmyntir. Auk þess er hann ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og verðbréfasvindl. „Við störfum sem andskotans ólögleg kauphöll í Bandaríkjunum, gaur“ Í stefnunni er því haldið fram að eigendur Binance hafi verið fullkunnugt um lögbrot, að sögn AP-fréttastofunnar. Vitnar SEC til samskipta aðalregluvarðar Binance við undirmann sinn í desember árið 2019 þar sem hann virtist játa eitt brotanna. „Við störfum sem andskotans ólögleg kauphöll í Bandaríkjunum, gaur.“ Absolutely legendary quote here in this SEC complaint. https://t.co/tvqFwGCju0 HT: @lopezlinette pic.twitter.com/lBpfkRI0sp— Joe Weisenthal (@TheStalwart) June 5, 2023 Fulltrúar fyrirtækisins eru sagðir hafa logið að fjárfestum og bandarískum eftirlitsstofununum, meðal annars um hömlur á viðskipti bandarískra notenda kauphallarinnar. Þeirra viðskipti áttu eingöngu að fara fram í gegnum bandarískt dótturfélag Binance. Binance gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum um að fyrirtækið væri samvinnufúst í rannsókn SEC. Stofnunin hefði hins vegar kosið að starfa einhliða og fara með málið fyrir dómstóla. Fyrirtækið ætli að verja sig af festu. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaki Binance fyrir peningaþvætti. Önnur bandarísk eftirlitsstofnun höfðaði mál gegn Binance fyrir meint brot á bandarískum lögum um framtíðarsamninga í mars. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. 17. maí 2023 15:38 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Binance býður upp á viðskipti með fjölda rafmynta og er umsvifamest á því sviði í heiminum. Fyrirtækið er skráð á Cayman-eyjum en Changpeng Zhao, stofnandi þess, er kanadískur ríkisborgari en fæddur í Kína. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) höfðaði mál gegn Binance fyrir brot í þrettán liðum fyrir umdæmisdómstól í Washington-borg í gær. Í stefnunni er Binance og Zhao sakað um að hafa auðgast um milljarða dollara á því að tefla á tvær hættur með fjármuni fjárfesta, að því er kemur fram í frétt New York Times. SEC krefst bóta frá Binance og að Zhao verði bannað að stýra félögum sem gefa út verðbréf í Bandaríkjunum. Gary Gensler, formaður SEC, sakaði Binance um umfangsmikinn blekkingarvef, hagsmunaárekstra, skort á gegnsæi og lögbrot í yfirlýsingu í gær. „Almenningur ætti að vara sig á því að fjárfesta eignum sínum sem hann stritaði fyrir hjá eða í þessum ólöglega vettvangi,“ sagði Gensler. Á meðal ásakananna er að Binance hafi blandað eigin fjármunum saman við milljarða dollara innistæður viðskiptavina. Hluti innistæðnanna hafi verið færður á laun inn í annað félag í eigu Zhao sem nefnist Sigma Chain. Það er sama brot og FTX og Sam Bankman-Fried, stofnandi þess, sætir nú ákæru fyrir í New York. Bankman-Fried var framseldur frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna í fyrra. Hann er sakaður um að hafa fært fjármuni viðskiptavina út úr FTX og inn í eigið fyrirtæki sem stundaði áhættufjárfestingar með rafmyntir. Auk þess er hann ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og verðbréfasvindl. „Við störfum sem andskotans ólögleg kauphöll í Bandaríkjunum, gaur“ Í stefnunni er því haldið fram að eigendur Binance hafi verið fullkunnugt um lögbrot, að sögn AP-fréttastofunnar. Vitnar SEC til samskipta aðalregluvarðar Binance við undirmann sinn í desember árið 2019 þar sem hann virtist játa eitt brotanna. „Við störfum sem andskotans ólögleg kauphöll í Bandaríkjunum, gaur.“ Absolutely legendary quote here in this SEC complaint. https://t.co/tvqFwGCju0 HT: @lopezlinette pic.twitter.com/lBpfkRI0sp— Joe Weisenthal (@TheStalwart) June 5, 2023 Fulltrúar fyrirtækisins eru sagðir hafa logið að fjárfestum og bandarískum eftirlitsstofununum, meðal annars um hömlur á viðskipti bandarískra notenda kauphallarinnar. Þeirra viðskipti áttu eingöngu að fara fram í gegnum bandarískt dótturfélag Binance. Binance gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum um að fyrirtækið væri samvinnufúst í rannsókn SEC. Stofnunin hefði hins vegar kosið að starfa einhliða og fara með málið fyrir dómstóla. Fyrirtækið ætli að verja sig af festu. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaki Binance fyrir peningaþvætti. Önnur bandarísk eftirlitsstofnun höfðaði mál gegn Binance fyrir meint brot á bandarískum lögum um framtíðarsamninga í mars.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. 17. maí 2023 15:38 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. 17. maí 2023 15:38
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01