Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 14:51 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti í dag Henri, sem stendur beint á móti forsetanum, og hefur verið hylltur sem hetja. Á hægri hönd hans er svo Youssouf, sem særðist lítillega en hann reyndi að stöðva árásarmanninn. AP/Denis Balibouse Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“. Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy. Frakkland Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy.
Frakkland Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira