Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 13:37 Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir samtökin gleðjast yfir því að frumvarp um bann við bælingarmeðferðum hafi loks verið samþykkt. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær. Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær.
Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48
Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15