Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. júní 2023 15:45 Irene Montero, jafnréttismálaráðherra Spánar. Hæstiréttur hefur staðfest að lög sem hún fékk samþykkt í október og áttu að auka öryggi fórnarlamba kynferðisofbeldis og stuðla að þyngri dómum hafa haft þveröfug áhrif. Flest bendir til þess að dagar hennar í stjórnmálum séu senn taldir og sameinað framboð vinstri flokka vestan við Sósíaldemókrata hefur aftekið að hún verði í framboði við þingkosningarnar sem fram fara 23. júlí nk. A. Perez Meca/Getty Images 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum. Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum.
Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira