Fór í þriggja daga veislu til Kaupmannahafnar Íris Hauksdóttir skrifar 14. júní 2023 11:01 Fagurkerinn Elva Hrund lýsir upplifun sinni af hönnunarveislunni 3daysofdesign sem haldin var á dögunum í Kaupmannahöfn. Hönnunarsýningin 3daysofdesign var haldin hátíðleg í Kaupmannahöfn á dögunum. Einn af boðsgestum hátíðarinnar, Elva Hrund Ágústsdóttir útstillingahönnuður sagði upplifunina ógleymanlega. „Það var einstök stemning og ólýsanlega gaman að taka þátt. Hátíðin hefur aldrei verið jafn veigamikil og í ár,“ segir Elva. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og í áttunda skipti sem Elva er á staðnum. Ljósið verður að lúkka 3daysofdesign er eins og nafnið gefur til kynna, þriggja daga hönnunarveisla. Þyrstir fagurkerar sem elska að fræðast um nýjungar fyrir heimilið, anda að sér danskri menningu og njóta góðra veiga eru þeir sem taka stefnuna ár hvert á 3daysofdesign. Elva Hrund er stödd á hönnunarhátíðinni 3daysofdesign sem haldin er í Kaupmannahöfn.aðsend Í ár opnuðu yfir 290 sýnendur dyrnar og buðu gestum og gangandi velkomna. Kynntu nýjungar og tóku samtalið um allt sem bitastætt væri að vita um vörumerkin. Margt var um manninn en alls tóku 290 sýnendur þátt og buðu gestum og gangandi velkomna.ELVA HRUND Eins voru flestir hönnuðir á hverjum stað fyrir sig og veittu svör varðandi sögu vörunnar í beinu samtali því það liggja margar vangaveltur á bak við einn hlut. Til dæmis eru ljós ekki bara ljós, heldur tæknileg pæling til að lýsingin virki og nýtist rýminu hvað best. Ljós eru ekki bara ljós, heldur tæknileg pæling til að lýsingin virki og nýtist rýminu hvað best.ELVA HRUND „En svo þarf ljósið líka að lúkka,” bætir Elva við og heldur áfram. „Á meðan fagurfræðin og virknin haldast í hendur er nokkuð ljóst að um vel heppnaða vöru er að ræða.“ 100 manna hópur alls staðar að úr heiminum Til að halda viðburð sem þennan þarf allt að smella með góðu skipulagi. Stofnandi hátíðarinnar er Signe Byrdal Terenziani sem hefur tekist að koma danskri hönnun á alþjóða kortið. Fólk flykkist alls staðar að úr heiminum í höfuðborg arkitektúrs og hönnunar, þar á meðal frá Íslandi. Hátíðargestir komu allstaðar að úr heiminum. ELVA HRUND Hátíðin er opin öllum en sjálf var Elva þar í skipulagðri dagskrá á vegum 3daysofdesign. „Við byrjuðum dagana snemma með morgunmat áður en við örkuðum af stað út í daginn. Alls heimsóttum við 23 fyrirtæki þessa þrjá daga. Elva segir ómetanlegt að kynnast fjölbreyttum hópi hátíðargesta. Hér er hún með Carlos, kollega sínum frá Portugal.ELVA HRUND Ferðamátinn á milli staða var ýmist fótgangandi, á hjóli, í bíl eða með bát, í dönsku sumarveðri eins og það gerist best. Ég hef verið þess aðnjótandi að fá að sækja hátíðina í átta ár. Boðið á fjölda viðburða frá þekktustu vörumerkjum heims, vaxandi sem og rótgrónum hönnunarmerkjum. Setið til hádegisverðar í heimahúsi með Peter J. Lassen, stofnanda og hönnuðar Montana Furniture. Þar heyrði ég til að mynda áhugaverðar sögur af öðrum merkum dönskum arkitektum og vinum Peters, t.d Verner Panton en þeir voru nánir vinir.“ Hópur Elvu sem skipaði 25 einstaklinga var leiddur á milli fyrirtækja frá morgni til kvölds.ELVA HRUND Að þessu sinni voru fimm hópar í skipulagðri dagskrá á vegum hátíðarinnar. Hópur Elvu skipaði 25 einstaklinga frá fjölbreyttum þjóðernum. „Við vorum leidd á milli fyrirtækja frá morgni til kvölds, kynnt fyrir nýjungum og fengum fréttir og sögur beint í æð. Nýr stôll afhjupaður fra Finn Juhl. Ber nafnið 77.aðsend Við vorum til að mynda viðstödd þegar nýr stóll frá Finn Juhl var afhjúpaður. Borðuðum kvöldverð inn í versluninni ILLUM eftir lokun. Skoðuðum hótelrými hjá Normann Copenhagen og fræddumst um sjálfbærni hjá flestum fyrirtækjunum svo eitthvað sé nefnt. Elva segir sjálfbærni hafa verið gegnum gangandi þema flestra sýnenda á hátíðinni.ELVA HRUND Var eitthvað meira áberandi en annað? „Það sem óneitanlega fangaði augað mitt, voru allar guðdómlega fallegu blómaskreytingarnar sem finna mátti á hverri stoppustöð. Danir eru töframenn er kemur að fallegum blómum og skreytingum. Ég fann mig oftar en ekki með myndavélina á lofti til að fanga ævintýranleg blóm á mynd. Annars var mikið um liti í húsgögnum eins og sófum og stólum. Einnig áberandi mynstur í áklæðunum, rétt eins og fatatískan er í dag.“ Mikið var um liti í húsgögnum eins og sófum og stólum. Einnig áberandi mynstur í áklæðunum.ELVA HRUND Flestir sýnendur leggja mikla áherslu á sjálfbærni og endurvinnslu í framleiðslu sinni og segist Elva hafa fundið nánast alla með fókuspunktinn sinn þar. „Við heimsóttum til dæmis sýningarsal rafbílaframleiðandans Polestar. Þar var íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík að sýna vörurnar sínar. Maður fyllist óneitanlega stolti að ganga inn á svona flotta sýningu, komandi frá sama landi og FÓLK. Elva segir íslenska hönnun hafi verið áberandi á hátíðinni en hér ber að líta sýninguna Fólk Reykjavík - Polestar.aðsend Þess ber einnig að nefna að verk eftir níu íslenska hönnuði voru til sýnis í íslenska sendiráðinu. Öll eiga það sameiginlegt að vörurnar þeirra eru framleiddar af skandinavískum stórfyrirtækjum. Það segir okkur að við séum að gera góða hluti.“ Hönnunin var fjölbreytt og falleg.ELVA HRUND Eftirminnilegast frá sýningunni nefnir Elva heimsókn sína til Dinesen. „Þau framleiða alveg stórkostlega fallegar gólfþjalir. Ég hef áður komið við hjá þeim og sýningin þeirra er alltaf jafn áhugaverð. Þau kafa dýpra, kveikja á öllum skynfærunum og fá mann til að hugsa hlutina upp á nýtt. Sýningin þeirra kallaðist ‘Weight of Wood’ og var unnin í samstarfi með hönnunar tvíeykinu Christian+Jade. Dinesen - var að sögn Elvu eftirminnilegast frá sýningunni.aðsend Eins ber að nefna kvöldverð hjá húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem var undir handleiðslu meistarakokksins Mikkel Marschall. Hann er einnig stofnandi Bornholm Kildevand sem eflaust margir Íslendingar hafa gætt sér á í hitanum þar ytra. Hér settumst við niður á fagurlega blómaskreytt borð og við hvern og einn disk mátt finna litlar klippur sem síðar áttu eftir að koma að góðum notum. Forrétturinn var borinn fram í litlum blómapottum þar sem smáum gulrótum og radísum var stungið niður í ‘mold’, sem í raun var ídýfa. Elva lýsir matarboðinu eins og atriði úr Lísu í Undralandi.ELVA HRUND Því næst fengum við lítinn matjurtargarð á borðið þar sem klippurnar komu til leiks. Ótal dressingar og því næst kjöt, fiskur og bragðgott grænmeti sem við röðuðum sjálf á stór litrík salatblöð. Allt eftir ‘smag og behag’, ef við leyfum okkur að sletta á dönsku. Það myndaðist góð stemning við borðhaldið sem mætti líkja við málsverði hjá Lísu í undralandi. Afskaplega litríkt og töfrandi. Sumarið er svo sannarlega komið í Kaupmannahöfn.ELVA HRUND Spurð hvað standi upp úr segir Elva stemninguna á staðnum skora hátt. „Það var einstakt andrúmsloft í borginni, enda tíu ára afmæli 3daysofdesign. Gular blöðrur og merkingar á hverju götuhorni. Allir nutu þess sem í boði var svo ég minnist nú ekki á góða veðrið sem var afar kærkomið. Fyrir mér er þetta eins og að koma heim, en ég var áður búsett í átta ár við nám og störf í Danmörku. Elva settist niður með Filip Gielda í Paustina sem hún fullyrðir að sé ein fallegasta verslun Kaupmannahafnar. Stútfull af gullfallegri hönnun þar sem byggingin sjálf er algjört gersemi.ELVA HRUND Það besta við hátíðina er þó fólkið. Ég á orðið dýrmæta vini frá öllum heimshornum eftir allar heimsóknirnar mínar. Við skiptumst á sögum og forvitnumst um heimahaga hjá hvort öðru. Það er ómetanlegt.“ Áhugasamir geta fylgst með Elvu Hrund á Instagram hér. Tíska og hönnun Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Það var einstök stemning og ólýsanlega gaman að taka þátt. Hátíðin hefur aldrei verið jafn veigamikil og í ár,“ segir Elva. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og í áttunda skipti sem Elva er á staðnum. Ljósið verður að lúkka 3daysofdesign er eins og nafnið gefur til kynna, þriggja daga hönnunarveisla. Þyrstir fagurkerar sem elska að fræðast um nýjungar fyrir heimilið, anda að sér danskri menningu og njóta góðra veiga eru þeir sem taka stefnuna ár hvert á 3daysofdesign. Elva Hrund er stödd á hönnunarhátíðinni 3daysofdesign sem haldin er í Kaupmannahöfn.aðsend Í ár opnuðu yfir 290 sýnendur dyrnar og buðu gestum og gangandi velkomna. Kynntu nýjungar og tóku samtalið um allt sem bitastætt væri að vita um vörumerkin. Margt var um manninn en alls tóku 290 sýnendur þátt og buðu gestum og gangandi velkomna.ELVA HRUND Eins voru flestir hönnuðir á hverjum stað fyrir sig og veittu svör varðandi sögu vörunnar í beinu samtali því það liggja margar vangaveltur á bak við einn hlut. Til dæmis eru ljós ekki bara ljós, heldur tæknileg pæling til að lýsingin virki og nýtist rýminu hvað best. Ljós eru ekki bara ljós, heldur tæknileg pæling til að lýsingin virki og nýtist rýminu hvað best.ELVA HRUND „En svo þarf ljósið líka að lúkka,” bætir Elva við og heldur áfram. „Á meðan fagurfræðin og virknin haldast í hendur er nokkuð ljóst að um vel heppnaða vöru er að ræða.“ 100 manna hópur alls staðar að úr heiminum Til að halda viðburð sem þennan þarf allt að smella með góðu skipulagi. Stofnandi hátíðarinnar er Signe Byrdal Terenziani sem hefur tekist að koma danskri hönnun á alþjóða kortið. Fólk flykkist alls staðar að úr heiminum í höfuðborg arkitektúrs og hönnunar, þar á meðal frá Íslandi. Hátíðargestir komu allstaðar að úr heiminum. ELVA HRUND Hátíðin er opin öllum en sjálf var Elva þar í skipulagðri dagskrá á vegum 3daysofdesign. „Við byrjuðum dagana snemma með morgunmat áður en við örkuðum af stað út í daginn. Alls heimsóttum við 23 fyrirtæki þessa þrjá daga. Elva segir ómetanlegt að kynnast fjölbreyttum hópi hátíðargesta. Hér er hún með Carlos, kollega sínum frá Portugal.ELVA HRUND Ferðamátinn á milli staða var ýmist fótgangandi, á hjóli, í bíl eða með bát, í dönsku sumarveðri eins og það gerist best. Ég hef verið þess aðnjótandi að fá að sækja hátíðina í átta ár. Boðið á fjölda viðburða frá þekktustu vörumerkjum heims, vaxandi sem og rótgrónum hönnunarmerkjum. Setið til hádegisverðar í heimahúsi með Peter J. Lassen, stofnanda og hönnuðar Montana Furniture. Þar heyrði ég til að mynda áhugaverðar sögur af öðrum merkum dönskum arkitektum og vinum Peters, t.d Verner Panton en þeir voru nánir vinir.“ Hópur Elvu sem skipaði 25 einstaklinga var leiddur á milli fyrirtækja frá morgni til kvölds.ELVA HRUND Að þessu sinni voru fimm hópar í skipulagðri dagskrá á vegum hátíðarinnar. Hópur Elvu skipaði 25 einstaklinga frá fjölbreyttum þjóðernum. „Við vorum leidd á milli fyrirtækja frá morgni til kvölds, kynnt fyrir nýjungum og fengum fréttir og sögur beint í æð. Nýr stôll afhjupaður fra Finn Juhl. Ber nafnið 77.aðsend Við vorum til að mynda viðstödd þegar nýr stóll frá Finn Juhl var afhjúpaður. Borðuðum kvöldverð inn í versluninni ILLUM eftir lokun. Skoðuðum hótelrými hjá Normann Copenhagen og fræddumst um sjálfbærni hjá flestum fyrirtækjunum svo eitthvað sé nefnt. Elva segir sjálfbærni hafa verið gegnum gangandi þema flestra sýnenda á hátíðinni.ELVA HRUND Var eitthvað meira áberandi en annað? „Það sem óneitanlega fangaði augað mitt, voru allar guðdómlega fallegu blómaskreytingarnar sem finna mátti á hverri stoppustöð. Danir eru töframenn er kemur að fallegum blómum og skreytingum. Ég fann mig oftar en ekki með myndavélina á lofti til að fanga ævintýranleg blóm á mynd. Annars var mikið um liti í húsgögnum eins og sófum og stólum. Einnig áberandi mynstur í áklæðunum, rétt eins og fatatískan er í dag.“ Mikið var um liti í húsgögnum eins og sófum og stólum. Einnig áberandi mynstur í áklæðunum.ELVA HRUND Flestir sýnendur leggja mikla áherslu á sjálfbærni og endurvinnslu í framleiðslu sinni og segist Elva hafa fundið nánast alla með fókuspunktinn sinn þar. „Við heimsóttum til dæmis sýningarsal rafbílaframleiðandans Polestar. Þar var íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík að sýna vörurnar sínar. Maður fyllist óneitanlega stolti að ganga inn á svona flotta sýningu, komandi frá sama landi og FÓLK. Elva segir íslenska hönnun hafi verið áberandi á hátíðinni en hér ber að líta sýninguna Fólk Reykjavík - Polestar.aðsend Þess ber einnig að nefna að verk eftir níu íslenska hönnuði voru til sýnis í íslenska sendiráðinu. Öll eiga það sameiginlegt að vörurnar þeirra eru framleiddar af skandinavískum stórfyrirtækjum. Það segir okkur að við séum að gera góða hluti.“ Hönnunin var fjölbreytt og falleg.ELVA HRUND Eftirminnilegast frá sýningunni nefnir Elva heimsókn sína til Dinesen. „Þau framleiða alveg stórkostlega fallegar gólfþjalir. Ég hef áður komið við hjá þeim og sýningin þeirra er alltaf jafn áhugaverð. Þau kafa dýpra, kveikja á öllum skynfærunum og fá mann til að hugsa hlutina upp á nýtt. Sýningin þeirra kallaðist ‘Weight of Wood’ og var unnin í samstarfi með hönnunar tvíeykinu Christian+Jade. Dinesen - var að sögn Elvu eftirminnilegast frá sýningunni.aðsend Eins ber að nefna kvöldverð hjá húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem var undir handleiðslu meistarakokksins Mikkel Marschall. Hann er einnig stofnandi Bornholm Kildevand sem eflaust margir Íslendingar hafa gætt sér á í hitanum þar ytra. Hér settumst við niður á fagurlega blómaskreytt borð og við hvern og einn disk mátt finna litlar klippur sem síðar áttu eftir að koma að góðum notum. Forrétturinn var borinn fram í litlum blómapottum þar sem smáum gulrótum og radísum var stungið niður í ‘mold’, sem í raun var ídýfa. Elva lýsir matarboðinu eins og atriði úr Lísu í Undralandi.ELVA HRUND Því næst fengum við lítinn matjurtargarð á borðið þar sem klippurnar komu til leiks. Ótal dressingar og því næst kjöt, fiskur og bragðgott grænmeti sem við röðuðum sjálf á stór litrík salatblöð. Allt eftir ‘smag og behag’, ef við leyfum okkur að sletta á dönsku. Það myndaðist góð stemning við borðhaldið sem mætti líkja við málsverði hjá Lísu í undralandi. Afskaplega litríkt og töfrandi. Sumarið er svo sannarlega komið í Kaupmannahöfn.ELVA HRUND Spurð hvað standi upp úr segir Elva stemninguna á staðnum skora hátt. „Það var einstakt andrúmsloft í borginni, enda tíu ára afmæli 3daysofdesign. Gular blöðrur og merkingar á hverju götuhorni. Allir nutu þess sem í boði var svo ég minnist nú ekki á góða veðrið sem var afar kærkomið. Fyrir mér er þetta eins og að koma heim, en ég var áður búsett í átta ár við nám og störf í Danmörku. Elva settist niður með Filip Gielda í Paustina sem hún fullyrðir að sé ein fallegasta verslun Kaupmannahafnar. Stútfull af gullfallegri hönnun þar sem byggingin sjálf er algjört gersemi.ELVA HRUND Það besta við hátíðina er þó fólkið. Ég á orðið dýrmæta vini frá öllum heimshornum eftir allar heimsóknirnar mínar. Við skiptumst á sögum og forvitnumst um heimahaga hjá hvort öðru. Það er ómetanlegt.“ Áhugasamir geta fylgst með Elvu Hrund á Instagram hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira