„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 21:00 Formaður SL segir sviðslistir plássfrekar og að það þurfi að tryggja þeim gott og aðgengilegt húsnæði. Vísir/Einar Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19