„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 12:06 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. „Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira