Risavaxin grjótskriða staðnæmdist steinsnar frá þorpi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 12:54 Litlu mátti muna að þorpið Brienz yrði undir grjótskriðunni. Myndin var tekin í morgun en talið er að skriðan hafi fallið á tólfta tímanum í gærkvöldi. AP/Michael Buholzer/Keystone Þorp í svissnesku Ölpunum slapp naumlega þegar gríðarmikil grjótskriða féll úr fjallshlíð í gærkvöldi. Engar skemmdir urðu á byggingum en þorpið var rýmt fyrir rúmum mánuði vegna hættunar á grjóthruni. Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið. Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið.
Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira