Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 15:24 Brynjar fær að áfrýja sjö ára fangelsisdómi sínum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira